Monday, June 18, 2012

Bara fallegar myndir

Stundum er ég bara að skoða og fletta í gegnum vefsíður og finn allt of margar myndir. Þessum myndum hef ég svo oft safnað í desktopið hjá mér og svooo já núna fara þær hér inn..hérna eru nokkrar sem gripu mitt auga og kannski gáfu mér hugmynd eða bara mér fannst þær sætar. Ég er ekkert sérstaklega ehemm framtaksmikil þegar kemur að því að gera sniðuga hluti sjálf sjáiði til en ég læt mig alltaf dreyma:)


Gólfið vakti athygli mína hér, svo hvítt og stílhreint en ábyggilega bögg að þrífa..já já ég sagði það bögg að þrífa


Ég hef nú verið að sýsla í því eins og kannski tugir íslenskra kvenna að gera svona kúluhálsmenn en hef einmitt verið að leita að hugmyndum til að nýta þessar fallegu trékúlur í annað...þetta finnst mér ofsa smart og mjög auðvelt að framkvæma ( aftur ehemmm samt sem áður engin vissa að ég láti verða aftur af því að framkvæma þetta)





Geggjað, vantar svona penna. Fínt til að skilja eftir skilaboð og svona.





Það eina sem vakti athygli mína hér er þessi líka fíni (dýri!!!) api sem situr þarna uppi í hillu í BARNAHERBERGINU...það er kannski ogguponsu sjens að hann hafi bara verið settur þarna vegna þess að það var myndataka..vona það fyrir mína hönd:)

No comments:

Post a Comment