Saturday, June 22, 2013

Alvar Aalto kollar-Model nr. 60

Vinkona mín er að flytja til Danmerkur eins og svo margir. Það veldur hins vegar gróða hjá mér þar sem hún ætlar að eftirláta mér 4 svona fallega kolla. Þeir urðu hins vegar því miður úti eina rigningarnóttina og því þarf að laga þá aðeins til. En það gerir ekkert, maður græjar það:) Fyrir þá sem ekki vita það hins vegar er Epal víst með viðgerðarþjónustu sem gerir slíkt ef maður treystir sér ekki í það sjálfur.








Alvar Aalto hannaði kollinn með mikið notagildi í huga. Hann og konan hans Aino Marsio ( því bak við alla karlmenn með vit er kona með enn meira vit:) stofnuðu á sínum tíma fyrirtæki sem sérhæfði sig í að beygja við í falleg form. Það tók þau um 5 ár við tilraunir áður en fullkomnun var náð. Alvar aðhylltist mjög náttúruleg efni og notaði til dæmis aldrei málm í hönnun sína.
Það væri gaman að gera svona við kollana, hver veit, kemur í ljós, ef að vinkonan hættir ekki við núna þegar hún veit hvað hún er að gefa frá sér mikið fínerí:)

No comments:

Post a Comment