Ég hef áður skrifað að mig langaði í fallegt heimskort, þá úr tré. Ég rakst hins vegar á þetta heimskort í Minju á skólavörðustígnum. Fyrir þá sem þekkja ekki þá búð, mæli ég með ferð þangað. Þetta er flott búð með fjölbreytt úrval og að mínu mati gott verðlag. Þetta heimskort fæst til dæmis á aðeins 4900 kr, geri aðrir betur.
Ég er mjög hrifinn af öllu úr korki núna. Væri til dæmis alveg til í svona gamla korktöflu sem að allir áttu í "gamla daga". Ég veit hins vegar kannski ekki alveg hvert notagildi hennar yrði en það kæmi bara í ljós. Get pottþétt fundið einhver falleg kort og jafnvel fengi eins og einn og einn innkauparlisti að slæðast á vegginn þegar ég fer að fara yfir bókhaldið:).
No comments:
Post a Comment