Sunday, November 18, 2012

Þarna gerast kraftaverk..

Þetta er ein sú fallegast mynd sem ég hef séð lengi..litirnir, hlutirnar, myndirnar og hvað það er mikil ró yfir þessu öllu. Flott hugmynd með greinina sem hangir, held að það hljóti að þurfa að lakka svona viðargreinar samt áður. Ég er ekki sú lita glaðast þegar ég sjálf framkvæmi hlutina..er stundum svo hrædd við að gera eitthvað svona sem er ekki klassískt eða endist ekki vel...það er minn galli og hann þarf að laga..því hver myndi ekki elska þetta skrifborð ég bara spyr??



Þessi mynd er af bloggi sem ég skoða mjög mikið : http://blog.fjeldborg.no, mæli með því:)

Teip, Teip, Teip...er þetta örugglega skrifað svona:)

Hef pínu heillast af svona alls kyns teipi. Ennnn þar sem ég á mann sem aðhyllist því ekki að "eyðileggja" hluti, eins og málningu og gólf hefur þetta verið flókið...en ég verð að reyna að selja honum þessa hugmynd..strákurinn myndi elska þetta:)



 Er þetta ekki geggjað or what...

Falleg skilaboð

Þessar myndir eru fyrir Elvu mína. Mig hefur alltaf langað í svona falleg skilaboð í eldhúsið eða bara upp á vegg annars staðar. Hef hins vegar ekki fundið neitt sem fékk mig ekki til að fá pínu gubb bragð í munninn af allri væmninni hehe. Þessar myndir hins vegar..ekkert gubb, fallegir litir og flott skilaboð:)




Finnst  eiginlega apinn flottastur enda alltaf langað í þennan forkunna fagra tréapa sem fæst í Epal á 2 tugi þúsunda:) Verð að finna út hvar ég nálgast þetta..og skilaboðin Hang in There eiga svo sannarlega við um mig þessa dagana.