Tuesday, May 22, 2012

kenziepoo:)

jább þetta er nafn á bloggi, eftir dóttur konunar sem þar skrifar. Samkvæmt því sem ég best fæ skilið var hún það er móðirin alltaf að reyna að finna fínt dót fyrir litlu snúlluna en fannst rosalítið úrval þannig að hún fór að blogga um það sem henni fannst fínt...við skulum segja að konan hafi nokkuð góðan smekk, mjög svo beige, retro, minimaliskan og já dýrann!!! Ef einhver kall les þetta einhvern tímann sér hann bara síðasta orðið:) Myndirnar eru af herbergi litlu 4 ára dömunar og þar er greinilega allt fyrsta flokks..



En ég get komið sjálfri mér á óvart hvað ég get sveiflast á milli þegar kemur að stíl, í síðasta bloggi was it all about the colors en núna skoða ég þessar myndir og er gersamlega sjúk...stólinn við borðið er algerlega málið og borðið mjög flott lausn..
kúl hvernig hún hengir upp myndirnar fyrir ofan borðið ehemm samt greinilega alveg útpælt þó svo að það eigi að líta voða casual út. Rúmið er æði...líklegast ekkert of flókið í smíðum en kemur frá kaloon studio ( þetta segi ég notabene alltaf og svo hristir kallinn hausinn verandi samt smiður og allt).

Það er heilmargt fleira að sjá hjá þessari uber cool mömmu og mæli ég með heimsókn á síðuna hennar
http://kenziepoo.com/

Monday, May 21, 2012

Fallegt í BOLIG magazine...

Rakst á þessa mynd hjá bolig magazine, fannst þetta upphengda borð alveg geggjað.  Ég er eitthvað svag ( já þetta er orð) fyrir svona gulu þessa dagana.

Tók ferð í Litir og Föndur, keypti trékúlur og svona gulan lit...veit ekki hvað ég ætla að gera við þetta en það kemur bara í ljós. Vinnuherbergið mitt hins vegar í rosalegri þörf fyrir makeover þannig að það þarf að gerast fyrst. Bókahillan fyrir ofan borðið er orðið vel þekkt project. Ekki langt síðan að kryddhillur í IKEA nánast gufuðu upp líkt og að tugir indverja hefðu verið í sárri neyð fyrir kryddin sín:) en nei það voru bara íslenskar húsmæður að krúttast fyrir börnin sín..hvað ætli það séu margar svona hillur ennþá í IKEA pokanum einhvers staðar hmmmm.
En ég ætla allavena að vera vakandi fyrir svona borði, sé þetta mjög vel fyrir mér hjá stráksa mínum...


Sunday, May 20, 2012

Góða nótt:)

Essi er sætur..minn er orðin of stór í svona eða hvað?? lengi má reyna:)

Heimskort

Já ég veit þetta er kannski aftarlega á merinni enda hafa margir og verið mjög lengi í tísku að vera með heimskort á veggjum heimilisins...eitthvað er þetta samt að naga mig núna og mig langar í svona fyrir strákinn....er eftir góðan rúnt með mr. Google að komast að því að annað hvort þarf ég að fara mjög langt ( OZ what else:) ) eða borga vel ehemmmm.

Er algerlega ástfangin af þessu hér en þetta kostar líka sitt, reyndar er ég hrifin af mörgu af þessari síðu og veit að hún frú Elva mín yrði alveg kú kú af öllum uglumyndunum sem eru líka til þarna:)



Jamm og já 220 dollarar takk fyrir, neita að gá hvað það er í núverandi gengi. En það er það sem það er all perfect...litir, stílhreint, tré, dýr all the things I love fyrir litla minn:)

Fann þetta hér líka og finnst það mjög flott þar sem maður getur sett nafn barns síns á kortið sjálft sem gerir það flott...hægt að merkja inn á það eftir ferðalög...Styrmis World to discover:)




Hér á ég heima....


Ég væri til í þetta hús, bara kannski yfir helgi..nei djók ég vil eiga þetta hús. Ég vil líka eiga svona "beam me down Scotty" græju þannig að ég gæti bara skotist til OZ í fína húsið mitt og komið svo til baka til góða Íslands, þetta er nefnilega það eina slæma við Ástralíu..þetta er bara svo allt of langt í burtu usssss;(

Ég er með fína svalahurð hér á klakanum ennn líklegast ekki hægt að nota hana jafn mikið og þessar þarna, steininn á veggjunum...love it...fékk stórt NEI þegar ég bað Kallinn um að gera svona hér, enda held ég að fermetra verðið árið 2007 hafi verið um 20.000 kall....ehhhhh ætla ekkert að kíkja á hvað það er nú. Það er mjög hipp og kúl núna að vera með svona tré, helst gamalt og veðrað alls staðar, bæði gólfefni og í húsgögnum.  Kemur mjöög vel út á baðinu þarna en er nokkuð viss um að þetta þoli nú ekki vel vatn..hmmm en njótið myndanna og ímyndið ykkur að vera koma í heimsókn til mín í einn kaffi og snúð:)











The Block:)

Mér til yndisauka er The Block byrjað aftur:) Fyrir þá sem þekkja þetta ekki er þetta yndislegur ástralskur þáttur þar sem 4 pör gera upp 4 hús og leyfa okkur að fylgjast með allri erfiðis vinnunni og gleðinni sem fylgir því að gera upp íbúð já eða hús. Ég var svo heppin þegar við gerðum upp húsið okkar að ég var með nýfætt barn og þurfti því einungis að mæta við og við, segja nei eða já, af eða á:)


ég er strax komin með uppáhaldspar, Sophie og Dale:) finnst barna herbergið þeirra geggjað og langar þvílíkt að fá mér svona scrabble stafi á vegginn hjá Styrmi, ég og herra Google verðum að eiga góða stund saman síðar..ennn ég fékk líka sæta hugmynd út frá þessu, skelli því kannski hér inn síðar:) Finnst ykkur þetta ekki geggjað...Langar líka frekar mikið í Eames stóla fyrir börn halló !!! Í ástralíu virðist vera mjög auðvelt að útvega sér ódýrar replicur af öllu svona hönnunardóti..enda Asía ekki nema bátsferð í burtu:) hér er ein búð sem einmitt selur mikið af slíku:



http://www.clickonfurniture.com.au/

Einhver sem á góða vini hjá Eimskip??? Einhver:)