Sunday, June 30, 2013

allt sem er ljóst ljóst...

Ég er að verða hryllilega hrifin af ljósum við. Ég er orðin pínu þreytt á tekkinu og langar mikið til að breyta til. Þessar myndir sýna algerlega hvernig ég gæti hugsað mér að umbreyta mínu heimili til hins betra.




Fuglarnir góðu...

Þeir eru bara svo fallegir:)

sól:)

Þar sem sólin sýndi sig loksins í dag, er tilvalið að skella sér út í garð og ná í einhver falleg blóm og gera sumarlegt og fallegt hjá sér. Eins og sést á myndunum þurfa þetta ekki að vera einhver exotic blóm  né einhverjir svakalegir vasar:)





Thursday, June 27, 2013

Falleg íbúð...

Hér er gólfin flotuð sem ég er mjöööögggg hrifin af þessa dagana. Flot er þannig lagað ekki dýrara en annað gólfefni en hentar kannski ekki vel nema setja hita í það og það hins vegar er dýrt:/
Lúkkið hér kemur vel út..grátt, hvítt og ljós viður...einfaldlega fallegt:)




Hugmyndir hugmyndir...

falleg myndauppröðun..

Sniðug hugmynd til að poppa upp herbergi, doppur:)

Fyrir mig og stubb:)

Wednesday, June 26, 2013

Eldhús hugmyndir..

Mig langar í svart eldhús eins og hér að neðan. Langar líka svona ljóst eikarparket og þá líka ljósa eikarborðplötu, ennnnn það er mjög erfitt að finna ódýrar lausnir sem þar sem þetta tvennt tónar vel saman. Hér hefur hins vegar verið sett hvít borðplata og finnst mér þetta koma mjög vel út. Nú verður þetta skoðað sem lausn, á neðri myndinni er síðan liturinn sem mig langar að hafa í eldhúsinu. Hvað heldurðu Rannveig, fæ ég leið á þessu:)


Tuesday, June 25, 2013

Býr hamingjan hér? :)

Húsið er hannað af Harry Seidler og byggt 1972 í Sydney..hvar annars staðar:). Húsinu hefur verið haldið til nánast í sínu upprunalega formi sem er testament fyrir hönnunarhæfileika Harrys að nú um 40 árum seinna sé húsið enn í góðu formi fyrir 5 manna fjölskylduna sem býr þar í dag. Sem betur fer er það langoftast þannig að þegar fólk tekur við svona hönnunarhúsum finnur það með sér skyldu til að viðhalda útlitinu ( ég segi langoftast sem betur fer þar sem ég veit líka um dæmi þar sem fallegum húsum hefur verið : out with old in with the new..með mjög misjöfnum árangri, sérstaklega hér á klakanum góða). Eigandinn opnar húsið oft fyrir nemendum í hönnun til að sýna þeim hvernig byggingarstíllinn var 1970. Ég elska múrsteinana þarna og hvernig húsgögnin hafa verið valin þarna inn..og nei ég myndi ekkert hata þessa sundlaug.




Fallegu arcitecmade fuglarnir á sínum stað:)



Þetta eru hillurnar sem ég ætla að reyna að verða mér út um í nýjum íbúðina mína:)



Sunday, June 23, 2013

Nýtt frá Iittala..

Ég læt myndirnar tala sínu máli sem ég fékk lánaðar via http://style-files.com

Lampar og geymslueiningar verða fáanlegar frá og með september...love it all:)







IVAR IKEA:)

IVAR hillueiningar kannast flestir úr yngri kynslóðum svona ca 1980 ishhh (ehemm eins og ég) við úr herbergjum sínum eða geymslum. Rétt eins og flestir eldri kynslóðar kannast við hansahillurnar og miðað við þá þróun spái ég miklu "come back" fyrir IVAR:)
Til að sanna mál mitt leitaði ég að myndum þar sem hillurnar koma þokkalega smart fyrir og notaðist meðal annars við hillu sem ég hef sjálf birt áður. Ég hef hugsað mér að vera með slíkar hillur í framtíðinni þannig að ég skal birta þær myndir þegar þar að kemur..



Ég er að segja ykkur þetta og skal standa og falla með þessu...það verður "come back"

Saturday, June 22, 2013

Alvar Aalto kollar-Model nr. 60

Vinkona mín er að flytja til Danmerkur eins og svo margir. Það veldur hins vegar gróða hjá mér þar sem hún ætlar að eftirláta mér 4 svona fallega kolla. Þeir urðu hins vegar því miður úti eina rigningarnóttina og því þarf að laga þá aðeins til. En það gerir ekkert, maður græjar það:) Fyrir þá sem ekki vita það hins vegar er Epal víst með viðgerðarþjónustu sem gerir slíkt ef maður treystir sér ekki í það sjálfur.








Alvar Aalto hannaði kollinn með mikið notagildi í huga. Hann og konan hans Aino Marsio ( því bak við alla karlmenn með vit er kona með enn meira vit:) stofnuðu á sínum tíma fyrirtæki sem sérhæfði sig í að beygja við í falleg form. Það tók þau um 5 ár við tilraunir áður en fullkomnun var náð. Alvar aðhylltist mjög náttúruleg efni og notaði til dæmis aldrei málm í hönnun sína.
Það væri gaman að gera svona við kollana, hver veit, kemur í ljós, ef að vinkonan hættir ekki við núna þegar hún veit hvað hún er að gefa frá sér mikið fínerí:)

Korkur...

Ég hef áður skrifað að mig langaði í fallegt heimskort, þá úr tré. Ég rakst hins vegar á þetta heimskort í Minju á skólavörðustígnum. Fyrir þá sem þekkja ekki þá búð, mæli ég með ferð þangað. Þetta er flott búð með fjölbreytt úrval og að mínu mati gott verðlag. Þetta heimskort fæst til dæmis á aðeins 4900 kr, geri aðrir betur.

Ég er mjög hrifinn af öllu úr korki núna. Væri til dæmis alveg til í svona gamla korktöflu sem að allir áttu í "gamla daga". Ég veit hins vegar kannski ekki alveg hvert notagildi hennar yrði en það kæmi bara í ljós. Get pottþétt fundið einhver falleg kort og jafnvel fengi eins og einn og einn innkauparlisti að slæðast á vegginn þegar ég fer að fara yfir bókhaldið:).

Friday, June 21, 2013

Rör fá nýja merkingu...

Æðisleg rör sem gera allar drykki meira fabjúlus...

Hægt að fá til dæmis í flottustu búð landsins : http://www.kokka.is/kokka/Default.asp
Á einmitt tvo svona stóla sem ég fékk gefins og er alltaf á leiðinni að gera eitthvað fallegt við þá. Fékk hugmynd af trendnet.is að spreyja þá bronslitaða..finnst þetta samt fallegt líka.

Er skotin í þessum lit, langar í aðeins ljósari lit á vegginn í nýja eldhúsið mitt, já bíðiði bara það verður bráðum The Block á þessari síðu:)
Opperation Kúbein er handan við hornið:)

iittala og allt það..

Hæ ég heiti Ásdís og er Iittala fíkill 
Viðurkenni það fúslega...
Þetta hófst allt með kertastjökum, færðist yfir í vasa og glös...og núna vantar mig þessar nýju dessert skálar í unaðsfögrum lit..


 Savoy vasinn klikkar ekki í þessum lit heldur, ekki allir vita að formið á að minna á útlínur Finnlands:)
a
Fallegir púðar í litum sem passa sérstaklega vel við skálarnar


Sunday, June 16, 2013

Barnamyndir

Datt í myndir af barnaherbergjum og búðum. Einfaldlega fallegar myndir og fallegur stíll sem ég heillast af. Ég safna sjálf vintage Fisher price dóti, verð voða glöð ef einhver gefur mér slíkt:).
Þegar ég verð flutt í nýju íbúðina skal ég skella inn myndum af því hvernig ég kem dótinu fyrir..

 Væri meira en til í að gramsa þarna..halló:)





Yndislegt hús í Palm Springs...

Þar sem hér er engin sól...og allir að pirra sig á því.
Nema ég, þar sem ég þoli mjög illa sól. Þetta er því prrrfect veður fyrir mig þessa dagana. Ekki það að þessi sundlaug kallar alveg á mig ( en ég væri þá samt líka mjög stressuð á kantinum með sólarvörnina)
enjoy..

Það eru mörg ný trend að bætast við núna en hér er tekkið í fyrirrúmi sem að hefur verið mjög "heitt" síðustu misseri...Það er hins vegar nýtt trend á leiðinni...meira um það í næsta bloggi:)