Sunday, November 18, 2012

Þarna gerast kraftaverk..

Þetta er ein sú fallegast mynd sem ég hef séð lengi..litirnir, hlutirnar, myndirnar og hvað það er mikil ró yfir þessu öllu. Flott hugmynd með greinina sem hangir, held að það hljóti að þurfa að lakka svona viðargreinar samt áður. Ég er ekki sú lita glaðast þegar ég sjálf framkvæmi hlutina..er stundum svo hrædd við að gera eitthvað svona sem er ekki klassískt eða endist ekki vel...það er minn galli og hann þarf að laga..því hver myndi ekki elska þetta skrifborð ég bara spyr??



Þessi mynd er af bloggi sem ég skoða mjög mikið : http://blog.fjeldborg.no, mæli með því:)

Teip, Teip, Teip...er þetta örugglega skrifað svona:)

Hef pínu heillast af svona alls kyns teipi. Ennnn þar sem ég á mann sem aðhyllist því ekki að "eyðileggja" hluti, eins og málningu og gólf hefur þetta verið flókið...en ég verð að reyna að selja honum þessa hugmynd..strákurinn myndi elska þetta:)



 Er þetta ekki geggjað or what...

Falleg skilaboð

Þessar myndir eru fyrir Elvu mína. Mig hefur alltaf langað í svona falleg skilaboð í eldhúsið eða bara upp á vegg annars staðar. Hef hins vegar ekki fundið neitt sem fékk mig ekki til að fá pínu gubb bragð í munninn af allri væmninni hehe. Þessar myndir hins vegar..ekkert gubb, fallegir litir og flott skilaboð:)




Finnst  eiginlega apinn flottastur enda alltaf langað í þennan forkunna fagra tréapa sem fæst í Epal á 2 tugi þúsunda:) Verð að finna út hvar ég nálgast þetta..og skilaboðin Hang in There eiga svo sannarlega við um mig þessa dagana.

Monday, June 25, 2012

Fallegar barnavörur


ég get bara ekki hætt að skoða myndir af barnaherbergjum, búðum, fötum eða já öllu sem tengist börnum..ohh það er svo margt fallegt til í heiminum og ef maður gæti bara framkvæmt brot af því þá væri ég sko glöð í hjartanu..og svo er það kannski bara einn hlutur á einhverri myndinni sem fangar athygli mína og þá elska ég myndina:) Ég væri meira en til í að skoða í búðinni hér að ofan ójá:)

Æðisleg hugmynd, greinilega verið skápur þarna og þetta nýtt sem kósýhorn bara geggjað.

sjáiði uglukassann og bílinn...eruð þið að sjá þetta??...love it:)

Glugginn á búðinni á fyrstu myndinni...æði flott:)

Sniðugir og fallegir púðar:)


Fallegasta eldhús The Block ever:)

ohhh Sophie og Dale vinir mínir í The Block eru náttúrlega bara gargandi snillingar..ógóflott hjá þeim eldhúsið og algerlega í mínum fallega gamla stíl..ég skoðað þessa eldavél á sínum tíma í KOKKU en gat einfaldlega ekki leyft mér að eyða 300.000 í eldavél í þá daga...þetta verður bara að bíða betri tíma sadly..og öll smáatriðin..Kitchen aid í æði lit, fallegu krúsirnar með kryddjurtum, múrsteinarnir og stál slash backið..( hef ekki hugmynd um hvað það hreinlega kallast í íslensku..verð að gúggla það)
Þetta er æði...og stólana fundu þau í áströlskum góða hirði..já ass if að ég myndi finna svona hérna já ég held ekki barasta.

Monday, June 18, 2012

Bara fallegar myndir

Stundum er ég bara að skoða og fletta í gegnum vefsíður og finn allt of margar myndir. Þessum myndum hef ég svo oft safnað í desktopið hjá mér og svooo já núna fara þær hér inn..hérna eru nokkrar sem gripu mitt auga og kannski gáfu mér hugmynd eða bara mér fannst þær sætar. Ég er ekkert sérstaklega ehemm framtaksmikil þegar kemur að því að gera sniðuga hluti sjálf sjáiði til en ég læt mig alltaf dreyma:)


Gólfið vakti athygli mína hér, svo hvítt og stílhreint en ábyggilega bögg að þrífa..já já ég sagði það bögg að þrífa


Ég hef nú verið að sýsla í því eins og kannski tugir íslenskra kvenna að gera svona kúluhálsmenn en hef einmitt verið að leita að hugmyndum til að nýta þessar fallegu trékúlur í annað...þetta finnst mér ofsa smart og mjög auðvelt að framkvæma ( aftur ehemmm samt sem áður engin vissa að ég láti verða aftur af því að framkvæma þetta)





Geggjað, vantar svona penna. Fínt til að skilja eftir skilaboð og svona.





Það eina sem vakti athygli mína hér er þessi líka fíni (dýri!!!) api sem situr þarna uppi í hillu í BARNAHERBERGINU...það er kannski ogguponsu sjens að hann hafi bara verið settur þarna vegna þess að það var myndataka..vona það fyrir mína hönd:)

KoKeshi:)


Ég er búin að vera Kimmidoll aðdáandi númer 1 síðustu tvö árin en þetta er náttúrulega bara hrein snilld. Sameinar skemmtilega alveg megatöff hluti ( ehemm star trek er smá gamalt thing hjá mér) og kallinn kannski skilur afhverju ég eyði peningum í "dúkkur" eins og hann orðar það...



life long...

Love it:)


Prinsessa Leia




Han Solo

Mig langar í þær allar og já nei ég veit ekkert hvar ég ætla að hafa þær en hvernig er hægt að láta svona í friði segi ég nú bara. Þessar væru líka æðislegar í unglingaherbergi.




Friday, June 15, 2012

Falleg:)




Ein ég sit og kann ekki að sauma:(



Fann þessar myndir...jemundur duddimíi..



Ef ég kynni að sauma, ef ég ætti stelpu, veit ekki hvar þetta myndi enda, þvílíkur snillingur sem gerir svona:) Love it long time...

Barnastóla leit...gramsi grams

Ég er ein af þeim sem fer reglulega í góða hirðinn. Þar getur maður fundið margt mjög nytsamlegt og margt alls ekki. Ég hef verið að reyna að finna stóla fyrir krakka, bæði til að setja í herbergið hans Styrmis og út í garð en ekki fundið neitt. Var svo að skoða á netinu og fann þessar myndir hér..

VVVÁÁÁÁ hvað ég væri til í að fá að gramsa þarna halló Hafnarfjörður sko...Ekki nóg með að þarna er fullt af gömlum stólum heldur er ekki einn já nei það eru tveir vintage fisher price plötuspilarar og þeir sem þekkja mig vita að ég elska Fisher Price dót!!!



Já það segja margir að það sé meira úrval af retro dóti út á landi. Ég hef ekki komist í slíkt gull enda held ég að meðan að tískan fyrir retro er svona mikil hérna heima veit ég ekki hversu heppin maður verður. Ég er ennþá að jafna mig eftir að ég fékk tekk skenkinn minn á 15.000 kall á barnalandi...það gerist sko ekki lengur. En þvílík dásemd sem þessar myndir eru...



Hvað ætli þessar risaeðlur þarna fyrir aftan séu fyrir?? Ljós eða bara skraut...allavena want it!!!


Wednesday, June 13, 2012

Það er að koma að því aftur...

5 ára afmæli prinsins og það þýðir....yess bakstur. Þá get ég kannski gert það sem ég var búin að lofa vinnufélögum á hjartadeildinni að gera það er setja inn uppskriftir og já bara svo að það sé á hreinu þá baka ég bara enginn matur hér..nema kannski snittur..

En þemað er víst superhero, hann er með æði fyrir kafteinn Ameríka svo að stefnan er tekin með Höllu minni bakarameistara með meiru að tækla það. Ég ætla svo líka að reyna að taka myndir af kökunum sem ég geri og brauðbollum, skella inn hér ásamt uppskriftum...og volla...allir glaðir og 5 kg þyngri..


Ég verð að toppa síðasta ár því sú kaka var geggjuð..sjáum hvað gerist núna...Við allavena stefnum á stjörnunar og þá kannski lendum við á tunglingu..
já og rauðir dvergar og allt það...

hey hillan mín...

Ég get svo svarið það ég átti svona hillu þegar ég var lítil í herberginu mínu...hún gæti jafnvel verið enn niðri í kjallara hjá mömmu ( hef reyndar ekki getað farið þangað síðan það kom upp oggolítið kakkalakka vandamál...bara oggolítið)

en þetta er æði.
Kúdos fyrir þessa eldhúsgellu ef að hillan er alltaf svona snyrtileg, veit ekki hvort að það myndi heppnast á mínu heimili...uhhh nei enda myndi mín kitchen aid ekki þola að vera bara uppi í hillu, ætli það sé kannski líka búið að klippa snúruna af henni svo þetta lúkki vel:)

Draumur...

Þetta hús er til sölu í Melbourne....er of "hæ" af þessum myndum til þess að eyðileggja það fyrir mér með því að athuga hvað það kostar í íslenskum gúlp krónum. Nei þetta verður bara draumur um tímavél til ársins 2006 þar sem allar dyr stóðu opnar fyrir íslendingum sem tóku áhættur...
Þarna myndi ég vel lifa...jafnvel bara ein, með blað..nei djók ipad...kaffilatte úr nespresso vélinni sem mig dreymir um, hafraklatta með engum kaloríum og sætum gardenboy:)



Hvað er samt málið með loftljósið þarna halló þú þarna með visakortið það er búðin á hinu horninu:)


Fallegu fuglarnir mínir á náttborðinu..vantar einmitt þennan feita..happdrætti DAS 2200 kall á mánuði má fara að standa sig:)


25 stig og létt gola já já




Monday, June 11, 2012

Scrabble hugmyndin

Ég leitaði sem óð væri að búðum eða netverslunum sem seldu svona stóra scrabble stafi á veggi eftir að ég sá það í the Block...ennnnn fann enga í þessari heimsálfu sem mér líkaði vel við.
Hins vegar fékk ég tvö notuð Scrabble á barnalandinu góða á litlar 1000 kr:) svona notaði ég þessa hugmynd..restina af stöfunum fór svo í föndurbunkann og verður vafalaust meira scrabblað síðar:)


Myndin var ekki alveg í fókus, kann ekki nógu vel á þessa fínu myndavél sem ég á. En þarna er nafnið á gullinu mínu..og já reyndar WTF líka ( mundi ekkert annað 3 stafa orð sem myndi passa þarna, þegar ég var að dúllast í þessu:) ) man A S T núna...nei djók gubbb:)

Eldhús drauma minna..

já þau eru reyndar mörg enda margir draumar...en þarna sést líka í minn ástkæra wishbone stól sem gerir þetta alveg fullkomið. Ljósin fyrir ofan mataraðstöðuna er líka frábær hugmynd. Ég á líka svona fallegan pott. Hef áður ekki verið mjög hrifin af svörum eldhúsum en þetta er æði:)

Fallegar hugmyndir fyrir barnaherbergi

Ég er stökk í barnaherbergjum þessa stundina, samt er herbergið hans Sty míns alveg flott en ég er eittthvað alveg að fara yfirum í þessum retro stíl. Fæ svoooo margar hugmyndir sem ég næ ábyggilega aldrei að klára enda er fyrsta mál og eina mál á dagskrá núna að gera leikkofann flottan. Mig grunar þó að sonur minn muni hafa lítinn áhuga á þessum kofa, vill hins vegar svo vel til að ég á nóggg af vinkonum sem ég eiga litlar dömur:)
Ég ætla að setja inn myndir hér þegar ég verð búinn en markmið vikunnar er að fara alla daga í góða hirðinn og leita að fínu dóti ( fann reyndar fjóra Villeroy og Boch diska þar áðan sem ég sel kannski til að ná fyrir kostnaðinum á þessu öllu:) en hvað um það kemur síðar...

Þetta er nátturulega bara æði, hillan, uglan í rúminu, litirnir...lovely...
svona lítill stutt hilla er einmitt flott hugmynd í barnaherbergi, hægt að raða smáhlutum, litlum fígúrum, pez köllum (það er thing já já)...



Þetta er kósy og mjög auðvelt í framkvæmd..kallinn minn litli er einmitt með svona band og klemmur yfir rúminu sína...


og allt já allt sem er grænt grænt finnst mér vera fallegt....já og líka túrkisblátt þessa stundina..
Mjög smart uppstilling:)



Tuesday, May 22, 2012

kenziepoo:)

jább þetta er nafn á bloggi, eftir dóttur konunar sem þar skrifar. Samkvæmt því sem ég best fæ skilið var hún það er móðirin alltaf að reyna að finna fínt dót fyrir litlu snúlluna en fannst rosalítið úrval þannig að hún fór að blogga um það sem henni fannst fínt...við skulum segja að konan hafi nokkuð góðan smekk, mjög svo beige, retro, minimaliskan og já dýrann!!! Ef einhver kall les þetta einhvern tímann sér hann bara síðasta orðið:) Myndirnar eru af herbergi litlu 4 ára dömunar og þar er greinilega allt fyrsta flokks..



En ég get komið sjálfri mér á óvart hvað ég get sveiflast á milli þegar kemur að stíl, í síðasta bloggi was it all about the colors en núna skoða ég þessar myndir og er gersamlega sjúk...stólinn við borðið er algerlega málið og borðið mjög flott lausn..
kúl hvernig hún hengir upp myndirnar fyrir ofan borðið ehemm samt greinilega alveg útpælt þó svo að það eigi að líta voða casual út. Rúmið er æði...líklegast ekkert of flókið í smíðum en kemur frá kaloon studio ( þetta segi ég notabene alltaf og svo hristir kallinn hausinn verandi samt smiður og allt).

Það er heilmargt fleira að sjá hjá þessari uber cool mömmu og mæli ég með heimsókn á síðuna hennar
http://kenziepoo.com/