Friday, June 15, 2012

Barnastóla leit...gramsi grams

Ég er ein af þeim sem fer reglulega í góða hirðinn. Þar getur maður fundið margt mjög nytsamlegt og margt alls ekki. Ég hef verið að reyna að finna stóla fyrir krakka, bæði til að setja í herbergið hans Styrmis og út í garð en ekki fundið neitt. Var svo að skoða á netinu og fann þessar myndir hér..

VVVÁÁÁÁ hvað ég væri til í að fá að gramsa þarna halló Hafnarfjörður sko...Ekki nóg með að þarna er fullt af gömlum stólum heldur er ekki einn já nei það eru tveir vintage fisher price plötuspilarar og þeir sem þekkja mig vita að ég elska Fisher Price dót!!!



Já það segja margir að það sé meira úrval af retro dóti út á landi. Ég hef ekki komist í slíkt gull enda held ég að meðan að tískan fyrir retro er svona mikil hérna heima veit ég ekki hversu heppin maður verður. Ég er ennþá að jafna mig eftir að ég fékk tekk skenkinn minn á 15.000 kall á barnalandi...það gerist sko ekki lengur. En þvílík dásemd sem þessar myndir eru...



Hvað ætli þessar risaeðlur þarna fyrir aftan séu fyrir?? Ljós eða bara skraut...allavena want it!!!


No comments:

Post a Comment