Monday, May 12, 2014

Kinder Zimmer:)

Jæja nú styttist í að "litli" minn verði 7 ára, við ætlum því að taka herbergið hans í gegn. Gera og græja, taka barnadót í burtu og svona já fullorðins gera það. Mamman grét þegar stubbur benti á það að hann vildi ekki lengur hafa, t.d gamla fisher price dótið mitt og það já mætti sko alveg henda því. Ó nei það held ég nú ekki, nú þarf bara smá blikk, kaupa glerskápinn sem ég er búin að vera plana að gera lengi og fylla með gömlu dóti. Þeir sem þekkja mig vita að mér finnst ákaflega fallegt að hafa leikföng í stofunni:)
Það er hins vegar hægara sagt en gert að finna herbergi sem hinum 7 ára finnst flott en við erum búin að kaupa Tinna plaköt í Epal og Legó hirslur...
en þessar myndir sem koma hér...ja við skulum segja að litla mínum fannst þetta ekki jafn flott og mömmunni...
Ég er með svona scrabble stafi í hillu hjá styrmi en mig langar í svona stóra:)


æ þessir voru bara svo sætir að það var ekki hægt að sleppa þeim

Sko svona sá ég þetta akkúrat fyrir mér....en nei:(



No comments:

Post a Comment